Fréttasafn

Fréttir frá Brimveri/Æskukoti

Kynningarfundir fyrir foreldra 6. og 7. september

5. september 2023

Við viljum minna á kynningarfundi starfsstöðva leikskólans sem haldnir verða kl.15-16 eftirfarandi daga: 6. september fyrir foreldra barna í Æskukoti á Stokkseyri 7. september fyrir foreldra barna í Brimveri á Eyrarbakka Fundirnir verða haldnir í sölum starfsstöðvanna þar sem leikskólastjórnendur …

Kynningarfundir fyrir foreldra 6. og 7. september Read More »

Skipulagsdagar og starfsmannafundir skólaárið ’23-’24

14. ágúst 2023

Samkvæmt leikskóladagatali fyrir skólaárið ’23-’24 er leikskólinn lokaður eftirfarandi daga vegna skipulagsdaga:  Föstudaginn 18. ágúst Föstudaginn 29. september Miðvikudaginn 22. nóvember Þriðjudaginn 2. janúar Föstudaginn 16. febrúar Mánudaginn 21. maí Leikskólinn er einnig lokaður til kl.10:00 alls fjórum sinnum yfir …

Skipulagsdagar og starfsmannafundir skólaárið ’23-’24 Read More »

Sumarkveðja

4. júlí 2023

Við í leikskólanum Strandheimum viljum nota tækifærið og þakka fyrir gott samstarf á liðnu skólaári með von um að sumarleyfið verði öllum heilsuríkt og gott. Sumarleyfið hefst miðvikudaginn 5. júlí kl.13 og lýkur fimmtudaginn 10. ágúst kl.12. Munum að huga …

Sumarkveðja Read More »

Vinátta í nærumhverfinu – lokadagur í Hallskoti

28. júní 2023

Fimmtudaginn 22. júní varði elsti árgangur Strandheima heilum degi á skógræktar- og útivistarsvæðinu Hallskoti sem staðsett er rétt fyrir utan Eyrarbakka. Tilefnið var lokadagur þróunarverkefnisins Vinátta í nærumhverfinu sem leikskólinn hefur staðið fyrir skólaárið ’22-’23 með það að markmiði að …

Vinátta í nærumhverfinu – lokadagur í Hallskoti Read More »

Sumarhátíðir Strandheima

28. júní 2023

Sumarhátíðir Strandheima voru haldnar 16. júní á Stokkseyri og 23. júní á Eyrarbakka. Kennarar leikskólans settu upp fjölbreyttar stöðvar á útisvæðum starfsstöðvanna fyrir börn og foreldra til að spreyta sig á. Eva útikennari grillaði lummur fyrir þá sem vildu á …

Sumarhátíðir Strandheima Read More »

Þátttaka Strandheima í Barnabæ BES

28. júní 2023

Elstu nemendur Strandheima fengu boð um að taka þátt í Barnabæ sem er þemaverkefni hjá Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, daganna 30.5-2.6. Þá daga er brugðið út af venjulegri skólastarfsemi og er skólanum breytt í svokallað fríríki þar sem nemendur …

Þátttaka Strandheima í Barnabæ BES Read More »

Hjóladagur

28. júní 2023

Starfsstöðvarnar héldu hvor um sig hjóladag í byrjun júní þar sem börnin máttu mæta með hjólin sín í leikskólann. Útbúnar voru skemmtilegar hjólaþrautir og kom lögreglan í heimsókn til að skoða hjólin og ræða við börnin um hjóla- og umferðarreglur. …

Hjóladagur Read More »

Útskrift elstu nemenda

28. júní 2023

Útskrift Strandheima var haldin miðvikudaginn 24. maí sl. og var hún haldin í tvennu lagi þar sem starfsstöðvarnar héldu sitthvora athöfnina fyrir nemendur sína. Útskriftarnemendur fluttu nokkur lög fyrir fullan sal áhrofenda við undirleik Valgeirs Guðjónssonar, tónlistarmanns. Börnin kynntust Valgeiri …

Útskrift elstu nemenda Read More »

Vorferð foreldrafélagsins

28. júní 2023

Foreldrafélag Strandheima bauð nemendum, kennurum og foreldrum í sveitaferð nú á vordögum. Farið var með rútu í heimsókn á sveitabæinn Holt sem staðsettur er rétt fyrir utan Stokkseyri. Þar fengu börnin að sjá kýr og kálfa, kindur og lömb auk …

Vorferð foreldrafélagsins Read More »

Sumarhátíðir Brimvers og Æskukots

14. júní 2023

Það gleður okkur að tilkynna að við getum staðið við áætlaðar sumarhátíðir þar sem verkfalli var aflétt um liðna helgi. Hátíðin í Æskukoti á Stokkseyri verður haldin föstudaginn 16. júní og hátíðin í Brimveri á Eyrarbakka verður haldin föstudaginn 23. …

Sumarhátíðir Brimvers og Æskukots Read More »

Barnabæjarhátíð 2. júní

1. júní 2023

Þessa vikuna hafa elstu nemendur Strandheima tekið þátt í Barnabæjarviku í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Á morgun, föstudag, verður sjálf Barnabæjarhátíðin og hvetjum við foreldra og aðra velunnara skólasamfélagsins að gera sér glaðan dag með nemendum skólanna.  

Leikskólinn lokaður 17.-19. maí

15. maí 2023

Leikskólinn er lokaður 17. og 19. maí vegna námsferðar starfsfólks erlendis. Eins er hann lokaður 18. maí vegna Uppstigningardags. Hlökkum til að sjá ykkur aftur mánudaginn 22. maí! 🙂 Bestu kveðjur, starfsfólk Strandheima