Fréttasafn
Í dag fengum við heimsókn frá flottum krökkum úr 7. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau lásu fyrir okkur sögu og var tilefni heimsóknarinnar Dagur íslenskrar tungu. Við …
Dagur íslenskrar tungu Read More »
Lesa Meira >>Fjölskyldusvið Árborgar gegnir leiðandi hlutverki á landsvísu í samvinnu við Barna- og fjölskyldustofu, í að innleiða stigskipta farsældarþjónustu í þágu farsældar barna. Markmið farsældarlaganna er að draga fram mikilvægi þess …
Farsæld barna í Árborg Read More »
Lesa Meira >>Vegna fyrirhugaðs kvennaverkfalls verður leikskólinn Strandheimar lokaður þriðjudaginn 24. október nk. Sjá hvatningarbréf frá aðstandendum verkfallsins:
Lesa Meira >>Foreldrafélag Jötunheima í samstarfi við foreldrafélag Stekkjaskóla bjóða til fræðslukvölds 26. október kl. 20:00 í hátíðarsal Stekkjaskóla og bjóða öðrum foreldrum í Árborg að mæta einnig.
Lesa Meira >>Fréttasafn
Í dag fengum við heimsókn frá flottum krökkum úr 7. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Þau lásu fyrir okkur sögu og var tilefni heimsóknarinnar Dagur íslenskrar tungu. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina og frábæran lestur! 🙂
Elstu nemendur Strandheima fóru svo í heimsókn til íbúa á dvalarheimilinu Sólvöllum og sungu fyrir þau 4 lög:
- Á íslensku má alltaf finna svar – https://www.youtube.com/watch?v=avk4ZpcgH78
- Vinalagið (við erum vinir)
- Umhverfis- og heilsusáttmáli Strandheima
- Litalagið (í venjulegri og í rapp útgáfu)
Þeim var heldur betur fagnað og uppskáru bros, lófaklapp og kexkökur að launum – ekki þótti þeim það nú leiðinlegt! 🙂
Fjölskyldusvið Árborgar gegnir leiðandi hlutverki á landsvísu í samvinnu við Barna- og fjölskyldustofu, í að innleiða stigskipta farsældarþjónustu í þágu farsældar barna.
Markmið farsældarlaganna er að draga fram mikilvægi þess að verndandi þættir séu til staðar í lífi allra barna.
Fyrir nánari kynningu mælum við heilshugar með frétt sem birtist inni á heimasíðu Árborgar fyrir stuttu og er eftir Kristínu Björk Jóhannsdóttur, verkefnastjóra innleiðingarinnar í Árborg.
Þar eru einnig stutt myndbönd sem lýsa m.a. hlutverki tengiliða og stigskiptri þjónustu á hnitmiðaðan hátt.
Tengiliður í leikskólanum Strandheimum er Guðlaug Ásgerður Eiríksdóttir, sérkennslustjóri.