Fréttasafn

Innritun í leikskóla Árborgar

17. mars 2023

Í lok mars 2023 hefst innritun í leikskóla Árborgar og stendur innritun fram í júní. Þetta þýðir að það fá ekki allir foreldrar boð um vistun fyrir börn sín á sama tíma …

Innritun í leikskóla Árborgar Read More »

Lesa Meira >>

Sumarlokun Strandheima 2023

3. febrúar 2023

Á fræðslunefndarfundi 25. janúar sl. var samþykkt að sumarlokun leikskóla Árborgar yrði f.o.m. 5. júlí til 10. ágúst 2023. Leikskólinn lokar kl.13 þann 5. júlí og mun starfsfólk nýta tímann …

Sumarlokun Strandheima 2023 Read More »

Lesa Meira >>

Fjöltyngisorðabók – Multilingual picture dictionary

16. janúar 2023

Kæru foreldrar, Við viljum vekja athygli ykkar á að nú er hægt að nálgast fjöltyngismyndaorðabókina Bildetema á heimasíðu okkar undir flipanum hagnýt ráð. Myndaorðabókin er norrænt samstarfsverkefni sem Miðja máls …

Fjöltyngisorðabók – Multilingual picture dictionary Read More »

Lesa Meira >>

Þátttaka okkar í Hinsegin viku Árborgar

16. janúar 2023

Vikuna 16.-20. janúar er Hinsegin vika haldin í Sveitarfélaginu Árborg þar sem markmiðið er að bjóða upp á fræðslu um hinseginleikann og gera hann sýnilegan í samfélaginu okkar. Við í …

Þátttaka okkar í Hinsegin viku Árborgar Read More »

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Innritun í leikskóla Árborgar

17. mars 2023
Í lok mars 2023 hefst innritun í leikskóla Árborgar og stendur innritun fram í júní.

Þetta þýðir að það fá ekki allir foreldrar boð um vistun fyrir börn sín á sama tíma

Mikilvægt er að búið sé að skrá leikskólaumsóknir, hvort sem er vistunarumsókn eða flutning á milli leikskóla, fyrir 20. mars 2023 svo öruggt sé að börnin verði á biðlistanum þegar farið verður að innrita.
Við innritun er unnið eftir reglum um leikskóla í Árborg.
Sótt er um leikskólapláss inná Mín Árborg

Sumarlokun Strandheima 2023

3. febrúar 2023

Á fræðslunefndarfundi 25. janúar sl. var samþykkt að sumarlokun leikskóla Árborgar yrði f.o.m. 5. júlí til 10. ágúst 2023.

Leikskólinn lokar kl.13 þann 5. júlí og mun starfsfólk nýta tímann frá 13-16 til að gera upp skólaaárið og ganga frá deildum fyrir sumarfrí.

Í sumarlokun er venjan sú að ráðist er í viðhald og framkvæmdir sem annars er ekki hægt að gera á opnunartíma leikskólans.

Leikskólinn opnar aftur kl.13 þann 10. ágúst og mun starfsfólk nýta tímann frá kl.8-13 í að undirbúa deildir og komu nemenda eftir sumarfrí.

Sjá nýuppfært leikskóladagatal hér.