Fréttasafn

Fjöltyngisorðabók – Multilingual picture dictionary

16. janúar 2023

Kæru foreldrar, Við viljum vekja athygli ykkar á að nú er hægt að nálgast fjöltyngismyndaorðabókina Bildetema á heimasíðu okkar undir flipanum hagnýt ráð. Myndaorðabókin er norrænt samstarfsverkefni sem Miðja máls …

Fjöltyngisorðabók – Multilingual picture dictionary Read More »

Lesa Meira >>

Þátttaka okkar í Hinsegin viku Árborgar

16. janúar 2023

Vikuna 16.-20. janúar er Hinsegin vika haldin í Sveitarfélaginu Árborg þar sem markmiðið er að bjóða upp á fræðslu um hinseginleikann og gera hann sýnilegan í samfélaginu okkar. Við í …

Þátttaka okkar í Hinsegin viku Árborgar Read More »

Lesa Meira >>

Gleðilega hátíð frá okkur í Strandheimum

23. desember 2022

Leikskólinn Strandheimar sendir ykkur hlýjar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Megi hátíðin færa ykkur birtu og yl og notalegar samverustundir með ykkar nánustu. Með …

Gleðilega hátíð frá okkur í Strandheimum Read More »

Lesa Meira >>

Stöðuskýrsla og framtíðarsýn fjölskyldusviðs Árborgar 2022

14. desember 2022

Nú í vikunni kom út Stöðuskýrsla og framtíðarsýn fjölskyldusviðs Árborgar 2022 á vef Sveitarfélagsins Árborg. Í henni er m.a. vakin athygli á starfi okkar hér í Strandheimum. Í frétt á vef Árborgar segir: …

Stöðuskýrsla og framtíðarsýn fjölskyldusviðs Árborgar 2022 Read More »

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Fjöltyngisorðabók – Multilingual picture dictionary

16. janúar 2023
Kæru foreldrar,
Við viljum vekja athygli ykkar á að nú er hægt að nálgast fjöltyngismyndaorðabókina Bildetema á heimasíðu okkar undir flipanum hagnýt ráð.
Myndaorðabókin er norrænt samstarfsverkefni sem Miðja máls og læsis hefur verið partur af og er hún nú í fyrsta sinn aðgengileg á íslensku.
Myndaorðabókin er á mörgum tungumálum með myndum, texta og hljóði og er hægt að nýta á hvaða skólastigi sem er. Hún er notendum að kostnaðarlausu.
___
Dear parents,
We would like to inform you that now you can access the multilingual picture dictionary, Bildetema, on our website under the practical advice tab (hagnýt ráð).
The picture dictionary is a Nordic collaborative project that Miðja máls og læsis has been a part of, and it is now available in Icelandic for the first time.
The picture dictionary is in many languages with pictures, text and sound and it is available to everyone online free of charge.

Þátttaka okkar í Hinsegin viku Árborgar

16. janúar 2023
Vikuna 16.-20. janúar er Hinsegin vika haldin í Sveitarfélaginu Árborg þar sem markmiðið er að bjóða upp á fræðslu um hinseginleikann og gera hann sýnilegan í samfélaginu okkar.

Við í Strandheimum ætlum að taka þátt með því að gera fjölbreytileikanum hátt undir höfði. Við munum leggja áherslu á að fólk megi vera alls konar og allir hafi rétt til þess að vera meðteknir eins og þeir eru. Fjölskyldumynstur geta einnig verið alla vega og er það markmið okkar í Strandheimum að allar manneskjur, stórar sem smáar, finni að þær eru velkomnar hjá okkur, en samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla á leikskólastarf að byggjast á jafnrétti, virðingu fyrir margbreytileika mannlífsins og öðrum menningarheimum. Virða skal rétt allra sem þar dvelja, óháð kynferði, bakgrunni, aðstæðum eða getu og leitast við að koma til móts við þarfir allra.

Regnboginn táknar fjölbreytileika og er hann sýnilegur hjá okkur allt árið um kring til að undirstrika eins og áður sagði að í okkar leikskóla er borin virðing fyrir margbreytileika mannlífsins.
Miðvikudaginn 18. janúar verður regnbogadagur hjá okkur og hvetjum við alla til að mæta í sem litríkustum fötum. Við ætlum einnig að halda blöðrupartý þann daginn.
Í tilefni Hinsegin vikunnar býður sveitarfélagið upp á ýmsa fræðslu varðandi málefnið og geta áhugasamir kynnt sér það nánar með því að ýta á eftirfarandi hlekki:
Með kærri kveðju,
stjórnendur Strandheima