Vorferð foreldrafélagsins

Foreldrafélag Strandheima bauð nemendum, kennurum og foreldrum í sveitaferð nú á vordögum. Farið var með rútu í heimsókn á sveitabæinn Holt sem staðsettur er rétt fyrir utan Stokkseyri. Þar fengu börnin að sjá kýr og kálfa, kindur og lömb auk þess sem þau fengu að skoða traktora og leika sér í hlöðunni. Foreldrafélagið bauð upp á grillaðar pylsur og sá til þess að enginn færi svangur heim. Dásamleg ferð og kunnum við foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir að gera hana að veruleika.