Sumarhátíðir Strandheima

Sumarhátíðir Strandheima voru haldnar 16. júní á Stokkseyri og 23. júní á Eyrarbakka. Kennarar leikskólans settu upp fjölbreyttar stöðvar á útisvæðum starfsstöðvanna fyrir börn og foreldra til að spreyta sig á. Eva útikennari grillaði lummur fyrir þá sem vildu á útigrilli leikskólans ásamt því að foreldrafélagið gaf safa og léttar veitingar. Hátíðirnar tókust vel á báðum stöðum. Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka kom í óvænta heimsókn þann 23. við mikla kátínu viðstaddra og munum við jafnvel stefna að því að fá hana í heimsókn á báðar starfstöðvar á næsta ári. Þökkum við foreldrafélaginu, björgunarsveitinni og kennurum kærlega fyrir þeirra framlag í að gera hátíðirnar ánægjulegar fyrir nemendur okkar.