Fréttasafn
Fréttir frá Brimveri/Æskukoti
Framkvæmdir í báðum starfsstöðum leikskólans
Eins og hefur líklega ekki farið fram hjá ykkur eru talsverðar framkvæmdir í gangi í Brimveri. Núna er komið að því að hefja vinnu inni í bíslaginu sem er búið að byggja og því hefur verið lokað fram á klósettin …
Bollu-, sprengi- og öskudagur eru á næsta leiti
Næsta vika verður ansi fjörug í leikskólanum. En þá, líkt og hefðin segir til um, munum við halda upp á bollu-, sprengi- og öskudag! 🙂 Boðið verður upp á rjómabollur í kaffinu á mánudag, saltkjöt og baunir í hádeginu á …
Innritun í grunnskóla skólaárið ’22-’23
Innritun barna sem eru fædd árið 2016 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2022 fer fram á Mín Árborg til 27. febrúar næstkomandi. Einnig er hægt að skrá börnin í mötuneyti á mínum síðum | Mín Árborg Skráning í …
Uppfært – Leikskólinn opnar kl.09:30 14/2 ’22
Uppfært kl.08:30 Þá er að mestu búið að opna vegina og við munum opna leikskólann kl. 9:30. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂 —- Leikskólinn verður lokaður fram eftir morgni þar sem allir vegir eru lokaðir. Veðrið er ekki gott …
Nafnasamkeppni
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að efna til nafnasamkeppni vegna leikskólans Brimvers/Æskukots á Eyrarbakka og Stokkseyri. Er ætlunin að leikskólinn fái eitt nafn í stað tveggja samsettra. Tillögum að nafni leikskólans skal skilað í tölvupósti á netfangið brimver@arborg.is merkt: Nafnasamkeppni. Upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer sendanda þarf að …
Heimsókn frá frönskum leikskólakennurum
Nú á dögunum eru 6 franskir kennarar staddir hér á landi í vettvangsferð þar sem markmiðið er að fræðast um starfsemi leik- og grunnskóla í Árborg. Kennararnir, þar af tveir leikskólakennarar, komu á kynningarfund í Æskukoti miðvikudaginn 9. febrúar þar …
Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og hefur svo verið gert síðustu fjórtán árin. Sjötti febrúar á sér þó lengri sögu og merkilegri því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með Degi leikskólans …
Uppfært: Leikskólinn opnar kl.12 í dag! 🙂
Ágætu foreldrar og forráðamenn Í ljósi veðurspár fyrir Árborgarsvæðið á morgun, mánudaginn 7. febrúar, hafa bæjaryfirvöld og almannavarnir ákveðið að loka stofnunum til hádegis, til klukkan 12:00, en meta frekari viðbrögð með morgninum. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist með fréttum af veðri, færð …
Vasaljósadagur 2. febrúar
Miðvikudaginn 2. febrúar verður vasaljósadagur í Brimveri/Æskukoti og mega börnin þá koma með vasaljós í leikskólann. Munið að merkja vasaljósin! 🙂 Kveðja starfsfólk Brimvers/Æskukots
Starfsdagar leikskólans á vorönn 2022
Við viljum minna á að samkvæmt leikskóladagatali Árborgar 2021 -2022, er leikskólinn lokaður eftirfarandi daga: Fimmtudagurinn 3. febrúar 2022 – Skipulagsdagur Miðvikudagurinn 30. mars 2022 – Skóladagur Árborgar Föstudagurinn 6. maí 2022 – Skipulagsdagur Eins er leikskólinn lokaður frá 6. …
Brimver lokað á morgun, miðvikudaginn 26/1
Kæru foreldrar og forráðamenn. Þrátt fyrir breytingar á reglum um sóttkví og smitgát náum við ekki að opna Brimver á morgun þar sem allt starfsfólk fer í sýnatöku. Er það bæði öryggisráðstöfun en einnig eru nokkrir með einkenni og því …
Breytingar á reglum um sóttkví
Ágætu foreldrar og forráðamenn Eins og fram hefur komið í fréttum nú í dag hafa verið gerðar breytingar á reglum um sóttkví. (sjá: Stjórnarráðið | COVID-19: Slakað á reglum um sóttkví (stjornarradid.is)) Tekið skal fram að leikskólastjóri hefur hvorki heimild til að setja fólk í …