Á fræðslunefndarfundi 25. janúar sl. var samþykkt að sumarlokun leikskóla Árborgar yrði f.o.m. 5. júlí til 10. ágúst 2023.
Leikskólinn lokar kl.13 þann 5. júlí og mun starfsfólk nýta tímann frá 13-16 til að gera upp skólaaárið og ganga frá deildum fyrir sumarfrí.
Í sumarlokun er venjan sú að ráðist er í viðhald og framkvæmdir sem annars er ekki hægt að gera á opnunartíma leikskólans.
Leikskólinn opnar aftur kl.13 þann 10. ágúst og mun starfsfólk nýta tímann frá kl.8-13 í að undirbúa deildir og komu nemenda eftir sumarfrí.
Sjá nýuppfært leikskóladagatal hér.