Starfsstöðvarnar héldu hvor um sig hjóladag í byrjun júní þar sem börnin máttu mæta með hjólin sín í leikskólann. Útbúnar voru skemmtilegar hjólaþrautir og kom lögreglan í heimsókn til að skoða hjólin og ræða við börnin um hjóla- og umferðarreglur. Hjóladagurinn heppnaðist vel og er frábært að sjá hversu mörg börn fá tækifæri til að nýta þann ferðamáta, endrum og eins, til og frá leikskóla.
