Vikuna 16.-20. janúar er Hinsegin vika haldin í Sveitarfélaginu Árborg þar sem markmiðið er að bjóða upp á fræðslu um hinseginleikann og gera hann sýnilegan í samfélaginu okkar.
Við í Strandheimum ætlum að taka þátt með því að gera fjölbreytileikanum hátt undir höfði. Við munum leggja áherslu á að fólk megi vera alls konar og allir hafi rétt til þess að vera meðteknir eins og þeir eru. Fjölskyldumynstur geta einnig verið alla vega og er það markmið okkar í Strandheimum að allar manneskjur, stórar sem smáar, finni að þær eru velkomnar hjá okkur, en samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla á leikskólastarf að byggjast á jafnrétti, virðingu fyrir margbreytileika mannlífsins og öðrum menningarheimum. Virða skal rétt allra sem þar dvelja, óháð kynferði, bakgrunni, aðstæðum eða getu og leitast við að koma til móts við þarfir allra.
Regnboginn táknar fjölbreytileika og er hann sýnilegur hjá okkur allt árið um kring til að undirstrika eins og áður sagði að í okkar leikskóla er borin virðing fyrir margbreytileika mannlífsins.
Miðvikudaginn 18. janúar verður regnbogadagur hjá okkur og hvetjum við alla til að mæta í sem litríkustum fötum. Við ætlum einnig að halda blöðrupartý þann daginn.
Í tilefni Hinsegin vikunnar býður sveitarfélagið upp á ýmsa fræðslu varðandi málefnið og geta áhugasamir kynnt sér það nánar með því að ýta á eftirfarandi hlekki:
Með kærri kveðju,
stjórnendur Strandheima