Nú í vikunni kom út Stöðuskýrsla og framtíðarsýn fjölskyldusviðs Árborgar 2022 á vef Sveitarfélagsins Árborg.
Í henni er m.a. vakin athygli á starfi okkar hér í Strandheimum.
Í frétt á vef Árborgar segir:
Stöðuskýrslan fjallar um umbóta- og þróunarstarf á fjölskyldusviði frá vordögum 2021 en þá var fyrsta stöðuskýrsla fjölskyldusviðs gefin út en fagsviðið var stofnað 1. mars 2019.
Skýrslan tekur til skóla og annarra deilda fjölskyldusviðs, þróunar verkferla, þverfaglegrar þjónustu, nýlegra verkefna og einnig er leitast við að horfa fram á veginn.
Stöðuskýrslan var unnin af stjórnendum og starfsfólki og samhljómur er um að mikil gróska hafi verið á fjölskyldusviði síðastliðin tvö til þrjú ár.
Við hvetjum ykkur til þess að flétta í gegnum skýrsluna og langar okkur í leiðinni að koma því á framfæri hversu stoltar við erum af starfsfólki okkar sem vinnur hart að því, dag frá degi, að gera leikskólastarfið eins frábært og raun ber vitni.
Með kærri kveðju,
Birna og Tinna, stjórnendur Strandheima