Vinátta í nærumhverfinu – þróunarverkefni Strandheima ’22-’23

Kynning á þróunarverkefni Strandheima fyrir skólaárið ’22-’23 er nú aðgengileg á heimasíðu okkar.

Í kynningunni er farið ítarlega yfir markmið og tilgang verkefnisins og hvetjum við foreldra og aðra áhugasama til að lesa sér til um verkefnið.

Skýrsla verður gefin út í byrjun sumars ’23 sem mun innihalda skráningu og endurmat á verkefninu í heild sinni.

Leikskólinn vill þakka þeim aðilum sem hafa nú þegar verið viljugir til samstarfs fyrir hlýjar móttökur og má þar nefna Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, Byggðarsafn Árnesinga, Dvalarheimilið Sólvellir, Orgelsmiðja Björgvins og Hlöðver Þorsteinsson, dúfnabóndi á Eyrarbakka.

Fjörið mun halda áfram á nýju ári og hafa börnin m.a. beðið um að fá að heimsækja Veiðisafnið á Stokkseyri – en raddir barnanna vega stórt þegar kemur að skipulagi verkefnisins hverju sinni.

Hægt er að nálgast kynninguna hér og verður hún framvegis aðgengileg undir: Skólastarfið > Stefnur og straumar í Strandheimum > Þróunarverkefni.

Hlýjar kveðjur,

starfsfólk Strandheima