Vorskóli elstu barnanna – 25. til 27. apríl

Í næstu viku er elsta árgangi leikskólans boðið að taka þátt í vorskóla hjá Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.

  • Mánudaginn 25. apríl eiga börnin að mæta ásamt foreldrum sínum kl.11 í BES á Stokkseyri þar sem skólastjóri og deildarstjóri taka á móti þeim og kynna skólann og skólastarfið.
  • 26. – 27. apríl er vorskólinn frá kl.9:30 – 11:30 og munu börnin taka þátt í skipulögðu skólastarfi ásamt leikskólakennurum sínum og grunnskólakennurum þá daga. Börnin á Eyrarbakka munu ferðast með skólabílnum á meðan börnin á Stokkseyri ganga. Leikskólinn sér um nesti fyrir börnin og mun skólinn útvega mjólk.

Það er eflaust mikil tilhlökkun í loftinu hjá þessum flottu verðandi grunnskólabörnum og vonum við að vorskólinn verði ánægjuleg upplifun fyrir þau öll.

Með kveðju,

starfsfólk Brimvers/Æskukots

Happy Kids Studying And Learning 2407641 Vector Art at Vecteezy