Þessa vikuna taka elstu nemendur Strandheima þátt í vorskóla BES.
Í dag fóru þau ásamt foreldrum sínum í fyrstu heimsókn, en næstu tvo daga, 18. og 19. maí, munu þau heimsækja skólann ásamt kennurum sínum. Þá munu þau taka þátt í skóladeginum ásamt nemendum 1. bekkjar og kennara þeirra.
Skólabíllinn sækir nemendur í leikskólann á Eyrarbakka kl.9:20 báða daganna og keyrir þau til baka kl.11:30 að heimsókn lokinni.
Sjá nánar í upplýsingapósti sem sendur var til foreldra.