Föstudaginn 22. apríl munu elstu börnin í leikskólum Árborgar syngja saman á mismunandi stöðum í sveitarfélaginu í tilefni af hátíðinni Vor í Árborg sem haldin er ár hvert. Börnin í Brimveri og Æskukoti munu syngja ásamt börnum frá leikskólanum Árbæ fyrir utan Sólvelli á Eyrarbakka kl.9:30, þaðan fara þau fyrir utan BES á Stokkseyri og að lokum enda þau í hópsöng með öllum jafnöldrum sínum í Árborg í Tryggvagarði á Selfossi kl.11:00.
Eins verða myndlistasýningar á vegum barnanna í sundlaug Stokkseyrar og í Bakkastofu á Eyrarbakka á meðan á hátíðinni stendur.
Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar hér.
Með kveðju,
starfsfólk Brimvers/Æskukots