Hagnýt ráð
Markviss málörvun er alltaf af hinu góða. Hún eflir bæði málskilning og orðaforða barnsins og styrkir þar með færni þess í að tjá sig og mynda tengsl við aðra.
Á heimasíðu Heyrnar- og talmeinastöð Íslands má finna ýmis ráð til að efla málörvun barna.
Hefur þú kynnt þér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna?
Á vefsíðunni barnasattmali.is segir;
"Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Hann staðfestir að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. Öllum þeim sem koma að málefnum barna ber að gera það sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja samningnum. Hér er átt við stjórnvöld, foreldra, skóla og alla aðra sem vinna með börnum eða fyrir börn."
Hægt er að fræðast betur um sáttmálann hér.
Leikskólinn vill mæla með bæklingi frá Landlæknisembættinu sem fjallar um geðheilsu barna og hefur að geyma ráðleggingar til foreldra.
Þar er komið inn á helstu einkenni geðheilsuvanda hjá börnum, hvernig bregðast megi við ásamt fyrirbyggjandi þáttum sem gott er að tileinka sér
Þið getið nálgast bæklinginn hér.
Við mælum með að foreldrar kynni sér gagnabanka Heilsuveru sem snýr að börnum og uppeldi - sjá hér.
Þar má m.a. finna efni sem tengist þroskaferli einstaklingsins, svefn og hvíld, næringu, kynheilbrigði, tannheilsu, líðan og margt fleira.
Góð samskipti eru lykill að jákvæðum tengslum sem gefa lífinu gleði og innihald. Samskiptafærni er því afar mikilvæg þegar kemur að samstarfi, uppeldi og öllu því sem við kemur mannlegum tengslum. Þar skiptir miklu að geta sett sig í spor annarra, geta leyst ágreining með farsælum hætti, fundið lausnir og náð málamiðlun.
Fyrir nokkrum árum setti Aðalbjörg Helgadóttir hjúkrunarfræðingur fram samskiptaboðorð í því skyni að efla jákvæð samskipti milli foreldra og barna.
Þau reynast þó í aðalatriðum jafn gild fyrir samskipti fullorðinna, enda lúta mannleg samskipti sömu lögmálum hvort sem um ræðir unga eða aldna. Öllum finnst okkur mikilvægt að borin sé virðing fyrir okkur, að hlustað sé á okkur, að fá hrós og viðurkenningu og að okkur sé mætt með velvild og skilningi.
Hér má lesa nánar um samskiptaboðorðin. Þrátt fyrir að þarna sé talað sérstaklega um börn er þetta eitthvað sem má heimfæra og aðlaga að flestum samskiptum.
Af vef Heilsuveru:
Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og með stöðugum tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi. Fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu alltaf að fara fram undir handleiðslu foreldra, forsjáraðila og/eða annarra fullorðinna.
Það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra hversu mikil skjánotkun er á heimilinu en skjátími getur haft neikvæð áhrif þegar hann kemur í stað jákvæðrar virkni, svo sem félagslegra samskipta, hreyfingar, nægilegs svefns og heilbrigðs lífernis. Foreldrar þurfa því að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og einnig að skipuleggja skjálausar stundir saman.
Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og mikilvægt að þeir hugi að eigin skjánotkun þegar þeir setja reglur um skjánotkun barna sinna.
Á heimasíðu Sálstofunnar má finna ýmsar ráðleggingar varðandi svefnvenjur barna.
Sjá nánar í bæklingi frá Samgöngustofu