Bruna- og rýmingaráætlun

Til er sér bruna- og rýmingaráætlun fyrir sitthvora starfsstöðina sem farið er yfir á hverju hausti.

Árlega er haldin rýmingaræfing í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu þar sem börn og starfsfólk fá tækifæri til þess að æfa öll helstu atriði rýmingaráætlunarinnar.

Hver deild hefur sérstakan 1-1-2 poka í færi við útgönguleið sem starfsfólk grípur með sér og notar á biðstað hverrar deildar. Pokinn inniheldur:

  • Nafnalista ásamt penna
  • Rautt og grænt spjald sem starfsfólk notar til að gefa til kynna hvort að allir séu komnir út eða ekki.
  • Álteppi
  • Hanska og skóhlífar

Þurfi að grípa til rýmingaráætlunar vegna bruna eða jarðskjálfta sendir leikskólinn tilkynningu til foreldra gegnum Völu. Hringt verður í foreldra um leið og tækifæri gefst.