Nemendur á Merkisteini með söngatriði á opnun hundraðasta rampsins á Íslandi

Þriðjudaginn 9. ágúst var hundraðasti rampurinn í verkefninu Römpum upp Ísland opnaður við Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Nemendur okkar á Merkisteini tóku þátt í viðhöfninni með því að syngja nokkur lög við upphaf hennar. Áður en viðhöfnin hófst gafst börnunum tími til þess að leika sér á hoppubelgnum og leikvellinum við safnið. Ræðuhöldin sem tóku svo við af söng barnanna tóku stutta stund og fengu börnin kleinu og svala að því loknu. Úr þessu varð hinn fínasti göngutúr og skemmtun fyrir börnin okkar.

Leikskólinn óskar frumkvöðlum verkefnisins sem og íbúum öllum til hamingju með þetta frábæra framtak.

Sjá nánar í frétt á vef Stjórnarráðsins: Stjórnarráðið | Hundraðasta rampinum fagnað á Eyrarbakka (stjornarradid.is)

Heimasíða verkefnisins: Römpum upp Ísland (rampur.is)

Það var góð mæting við opnun rampsins í gær og var nemendum Strandheima klappað lof í lófa að söngatriði loknu. Mynd/Stjórnarráðið.