Kæru foreldrar og forráðamenn í Brimveri
Eins og þið vitið standa yfir framkvæmdir í Brimveri og fylgir þeim talsvert rask. Nú eru að hefjast framkvæmdir innan húss og verða þær talsvert fyrirferðameiri en við ætluðum.
Því höfum við fengið Austurver og Vesturver í BES að láni fyrir börnin á Merkisteini (eldri deildinni) á meðan á þeim stendur.
Austurver og Vesturver eru tvær nýjustu stofurnar (brúnu húsin) og eru þær algjörlega myglulausar 🙂
Við munum hefja flutninga á gögnum strax á morgun og áætlum að opna í Vesturveri kl. 7:45 á föstudaginn 11. mars. Börnin fá afhentan mat frá Brimveri.
Gert er ráð fyrir að starfsemi deildarinnar verði mest allan framkvæmdatíman í Vesturveri, en gert er ráð fyrir allt að 3 mánuðum í viðbót í framkvæmdir. Komið verður fyrir bráðabirgðar girðingu á útisvæðinu.
Ef það vakna spurningar þá hafið samband við Birnu leikskólastóra, Tinnu aðstoðarleikskólastjóra eða Viggu deildarstjóra á Merkisteini, birnagj@arborg.is, tinnabk@arborg.is, vigdisjo@arborg.is.
Með von um skilning og umburðarlyndi á síðustu metrunum.
Kær kveðja,
starfsfólk Brimvers/Æskukots