Foreldrafélag Strandheima

Hlutverk foreldrafélags:

  • Vera samstarfsvettvangur foreldra - allir foreldrar eru hluti af foreldrafélagi leikskólans.
  • Stuðla að góðum skólaanda m.a. með því að vinna að öflugu félagslífi í leikskólanum.
  • Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans.
  • Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi leikskólastarfið til skólastjórnenda og foreldraráðs.
  • Foreldraráð samanstendur af stjórn foreldrafélagsins.

Verkefni foreldrafélags:

  • Skipuleggja viðburði í samstarfi við leikskólann.
  • Styðja og hvetja deildarfulltrúa til að efla deildaranda og foreldrasamstarf á hverri deild.
  • Koma á umræðu- og fræðslufundum fyrir foreldra um uppeldis- og leikskólamál.
  • Veita leikskólanum lið í að bæta aðstæður til leiks og náms.
  • Sitja fundi með foreldraráði og skólastjórnendum um skólastarfið.
  • Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra á sínu svæði.
  • Taka þátt í landsamtökum foreldra.

Foreldrafélög voru tvö við leikskólann allt til ársins 2017. Stjórn foreldrafélaganna skipast úr röðum foreldra og á hver deild að eiga fulltrúa í stjórn félagsins og skipta þeir með sér verkum. Á aðalfundi var samþykkt að kjósa í stjórn fyrir hvert nýtt skólaár á aðalfundi sem haldinn verði í september ár hvert.

Foreldrafélagið er með facebook-hóp sem ber heitið Foreldrafélag Strandheima | Facebook og hvetjum við alla foreldra til þess að ganga inn í hann.

Stjórn foreldrafélagsins 2023-2024

Formaður

Edda Bára Höskuldsdóttir, Bátakletti og Fiskakletti

Gjaldkeri

Elísa Guðlaug S. Bjarkardóttir, Merkisteini

Ritari

Una Guðrún Gautadóttir, Kötlusteini

Meðstjórnendur

Jóhanna Bjarney Jónsdóttir, Bátakletti
Heiðrún Helga Ólafsdóttir, Merkisteini