Ágætu foreldrar og forráðamenn
Í ljósi veðurspár fyrir Árborgarsvæðið á morgun, mánudaginn 7. febrúar, hafa bæjaryfirvöld og almannavarnir ákveðið að loka stofnunum til hádegis, til klukkan 12:00, en meta frekari viðbrögð með morgninum.
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist með fréttum af veðri, færð og upplýsingum á heimasíðu. Það gæti verið allt í sóma á hádegi, en við vitum ekki hvernig verður með færð og hvernig gengur að opna leiðir. Það verður að koma betur í ljós með morgninum.
Vegna þessa verður ekki boðið upp á hádegisverð í leikskólanum á morgun.
Með kærri kveðju, Birna Guðrún leikskólastjóri
Uppfært 7. febrúar kl.11
Veðrið hefur gengið niður og varð sem betur fer ekki jafn slæmt og spár gerðu ráð fyrir.
Við hlökkum til að sjá ykkur á eftir. Leikskólinn opnar kl. 12:00.
Athugið að börnin séu búin að borða áður en þau mæta því ekki verður boðið upp á hádegisverð í dag vegna lokunarinnar.
Bestu kveðjur, Birna leikskólastjóri