Á fyrsta skipulagsdegi haustannar fór fram góð og ígrunduð umræða um leiðarljós Strandheima sem eru: Vellíðan – sköpun – virðing.
Starfsfólkið ræddi sín á milli hvaða þýðingu leiðarljósin hafa fyrir þau í starfinu og má sjá útkomu umræðunnar á meðfylgjandi myndum:
Það er von okkar að börn, foreldrar og starfsfólk upplifi að leiðarljósin séu sýnileg innan leikskólans – þá er mikilvægt að við sem eldri erum tökum höndum saman og verðum leiðandi fyrirmyndir í framfylgni þeirra.
Með kærri kveðju,
starfsfólk Strandheima