Haustþing 8. deildar FL og FSL var haldið á Hvolsvelli, föstudaginn 29. september sl.
Þar gafst starfsfólki leikskóla á Suðurlandi tækifæri á að taka þátt í málstofum og menntabúðum og var framboðið glæsilegt að vanda.
Dagurinn byrjaði á fyrirlestri með Önnu Grétu Guðmundsdóttur og fjallaði um áhrif umhverfis á leik barna.
Því næst tóku við málstofur sem starfsfólk gat valið um og voru eftirfarandi málstofur í boði:
- Samskipti í leikskólasamfélaginu með Bergrúnu Ísleifsdóttur
- Aðgát skal höfð í nærveru barna með Katrínu Katrínardóttur
- Faglegir leiðtogar í lærdómssamfélagi með Halldóru Guðlaugu Helgadóttur
- Hreysti í dag – hreysti til framtíðar með Sabínu Steinunni Halldórsdóttur
- Ærslaleikur ungra barna með Hugrúnu Helgadóttur
Að loknum hádegismat fóru fram menntabúðir í glæsilegu húsnæði leikskólans Öldunnar á Hvolsvelli.
Eigið þið leið hjá þar einhvern tíman hvetjum við ykkur til að skoða lóð leikskólans með börnunum ykkar.
Hér er listi yfir menntabúðirnar sem í boði voru:
- Tónlist með elstu börnunum
- Vináttuverkefni Barnaheilla
- Skipulag Lubbastunda
- Leikur að læra
- Sögupokar
- Á allra færi
- Kamishibai, japönsk frásagnarhefð
Dagskráin endaði svo á fyrirlestri með Theodór Francis og bar yfirskriftina Samskipti og sjálfsmynd.
Leikskólinn Strandheimar þakkar skipulagsnefnd Haustþingsins fyrir frábæra dagskrá og gott utanumhald.