Hjóladagar í Strandheimum

Í sl. viku voru hjóladagar í Strandheimum, nánar tiltekið 7/6 í Æskukoti og 10/6 í Brimveri. Þá máttu börnin mæta með hjólin sín í leikskólann og fengu þau að spreyta sig á hjólunum í útiverunni. Líkt og hefðin segir til um mætti lögreglan á staðinn og tók út hjól barnanna. Gaman er að segja frá því að öll stóðust þau skoðun og fengu börnin lögreglu-límmiða á hjólin sín að gjöf. Það var mikið sport að spjalla við lögregluna og fá að sjá lögreglubílinn.

Það eru þó nokkur börn sem hjóla til og frá leikskólanum og hvetjum við fólk eindregið til að nýta sér þann ferðamáta hafi þau kost á því! 🙂

Sumarkveðja,

starfsfólk Strandheima