Nú á dögunum eru 6 franskir kennarar staddir hér á landi í vettvangsferð þar sem markmiðið er að fræðast um starfsemi leik- og grunnskóla í Árborg. Kennararnir, þar af tveir leikskólakennarar, komu á kynningarfund í Æskukoti miðvikudaginn 9. febrúar þar sem þeir fengu stutta kynningu á starfsemi og stefnum Brimvers/Æskukots.
Heimsóknin var vel heppnuð og sköpuðust góðar samræður okkar á milli um leikskólastarf almennt.
Leikskólakennararnir tveir mæta aftur í stutta heimsókn í Æskukot í dag og fá þá að kynnast starfsemi deildanna betur.
Í þakklætisskyni fyrir móttökurnar fengum við þessa skemmtilegu bók að gjöf ásamt kexi frá Frakklandi.