Farsæld barna í Árborg

Fjölskyldusvið Árborgar gegnir leiðandi hlutverki á landsvísu í samvinnu við Barna- og fjölskyldustofu, í að innleiða stigskipta farsældarþjónustu í þágu farsældar barna.

Markmið farsældarlaganna er að draga fram mikilvægi þess að verndandi þættir séu til staðar í lífi allra barna.

Fyrir nánari kynningu mælum við heilshugar með frétt sem birtist inni á heimasíðu Árborgar fyrir stuttu og er eftir Kristínu Björk Jóhannsdóttur, verkefnastjóra innleiðingarinnar í Árborg.

Þar eru einnig stutt myndbönd sem lýsa m.a. hlutverki tengiliða og stigskiptri þjónustu á hnitmiðaðan hátt.

Tengiliður í leikskólanum Strandheimum er Guðlaug Ásgerður Eiríksdóttir, sérkennslustjóri.