Dagur íslenskrar tungu

Í dag fengum við heimsókn frá flottum krökkum úr 7. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Þau lásu fyrir okkur sögu og var tilefni heimsóknarinnar Dagur íslenskrar tungu. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina og frábæran lestur! 🙂

 

Elstu nemendur Strandheima fóru svo í heimsókn til íbúa á dvalarheimilinu Sólvöllum og sungu fyrir þau 4 lög:

  • Á íslensku má alltaf finna svar – https://www.youtube.com/watch?v=avk4ZpcgH78
  • Vinalagið (við erum vinir)
  • Umhverfis- og heilsusáttmáli Strandheima
  • Litalagið (í venjulegri og í rapp útgáfu)

Þeim var heldur betur fagnað og uppskáru bros, lófaklapp og kexkökur að launum – ekki þótti þeim það nú leiðinlegt! 🙂