Dagur íslenskrar náttúru er haldinn 16. september ár hvert.
Á vef Landverndar segir:
„Þekking á nærumhverfinu eykur virðingu fyrir því og hvetur til bættrar umgengni. Einstaklingar sem umgangast og þekkja náttúrulegt landslag í sinni heimabyggð eru líklegri til að taka afstöðu með náttúrunni og þannig stuðla að vernd hennar.“
Þar sem Dagur íslenskra náttúru var á laugardegi í ár, var haldið upp á daginn í Strandheimum í vikunni á undan.
Var það m.a. gert með því að hreinsa rusl úr okkar nánasta umhverfi og með því að prufa að jarðtengja sig á leikskólalóðinni.
Rannsóknir sýna að með því að jarðtengja okkur stuðlum við að:
- bættu hjarta- og æðakerfi
- auknum svefngæðum
- minnkun bólgu í líkamanum
- minnkun sársauka
- betra skapi
- aukinni einbeitingu
Skóli á grænni grein – átthagar og lýðheilsa
Strandheimar er Skóli á grænni grein og hefur fengið Grænfánann í alls 6 skipti.
Grænfáninn er viðurkenning sem sýnir fram á að skóli stuðli að menntun til sjálfbærni og er hann veittur á tveggja ára fresti takist skólanum að uppfilla markmiðin í Skrefunum 7.
Fyrir utan daglega útiveru taka deildirnar fjórar þátt í útinámi einu sinni í viku þar sem áhersla er lögð á lýðheilsu og átthagavitund og er sú kennsla í umsjá verkefnastjóra leikskólans í Heilsueflandi leikskóla og Skóla á grænni grein. Börn og starfsfólk eru því í mikilli nánd við íslenska náttúru og nærumhvefi sitt í viku hverri. Hægt er að lesa nánar um útinámið hér.
Einnig stuðlar þróunarverkefnið okkar Vinátta í nærumhverfinu að átthagavitund og eflingar lýðheilsu og er hægt að fræðast nánar um það verkefni hér.