Breytingar á reglum um sóttkví

Ágætu foreldrar og forráðamenn

Eins og fram hefur komið í fréttum nú í dag hafa verið gerðar breytingar á reglum um sóttkví. (sjá: Stjórnarráðið | COVID-19: Slakað á reglum um sóttkví (stjornarradid.is))

Tekið skal fram að leikskólastjóri hefur hvorki heimild til að setja fólk í sóttkví né ljúka sóttkví og því mikilvægt að foreldrar barna fylgist með upplýsingum frá yfirvöldum sem kunna að berast í kvöld.

Fari svo að sóttkví leikskólabarna og starfsfólks Brimvers verði aflétt í kvöld eru börnin velkomin í leikskólann á morgun þrátt fyrir fyrri ákvörðun um lokun til 27/1, svo framarlega sem nægilegur fjöldi starfsfólks er til staðar.

Eftir sem áður vil ég brýna fyrir foreldrum að vera vel á verði gagnvart einkennum Covid og senda börn í sín ekki í leikskólann ef minnstu einkenna verður vart heldur fara með börn sín í sýnatöku.

 

Með þakklæti fyrir samstöðuna og alla hjálpina, leikskólastjóri