Næsta vika verður ansi fjörug í leikskólanum. En þá, líkt og hefðin segir til um, munum við halda upp á bollu-, sprengi- og öskudag! 🙂
Boðið verður upp á rjómabollur í kaffinu á mánudag, saltkjöt og baunir í hádeginu á þriðjudag og svo verður öskudagsskemmtun á miðvikudag. Þá mega börnin mæta í búning ef þau vilja, þó er ekki leyfilegt að hafa grímur eða vopn sem gætu ef til vill vakið upp óhug hjá sumum.
Þessir dagar hafa verið mikið í umræðunni inni á deildum að undanförnu og er nokkuð víst að mörgum hlakkar til! 🙂
Með ósk um góða helgi,
starfsfólk Brimvers/Æskukots