Björgunarsveitin Björg færir Strandheimum sjúkrakassa að gjöf

Föstudaginn 29. ágúst tók leikskólinn á móti veglegri gjöf frá Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka. Var gjöfin fjórir sjúkrakassar sem sérstaklega eru ætlaðir börnum. Drífa Pálín Geirsdóttir kom fyrir hönd björgunarsveitarinnar og færði okkur sjúkrakassana sem verða staðsettir inni á hverri deild leikskólans. Hún tjáði okkur einnig að björgunarsveitin myndi sinna því að fara reglulega yfir innihald sjúkrakassanna og fylla á þá. 

Börnin voru spennt og kát að fá svona fallega sjúkrakassa að gjöf og lék verðið við okkur þegar við tókum á móti þeim úti á lóðum leikskólans 

Við þökkum Björgunarsveitinni Björg innilega fyrir veglega gjöf og um leið fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið frá þeim á síðustu árum.