Menntastefna Árborgar 2024-2030
Auk þess að starfa eftir Aðalnámskrá leikskóla og lögum um leikskóla starfar leikskólinn einnig eftir Menntastefnu Árborgar Vegur til visku og velferðar | Menntastefna til 2030 | Sveitarfélagið Árborg
Vegur til visku og velferðar
Meginmarkmið menntastefnunnar er að veita öllum börnum og unglingum í Árborg jafnan aðgang að framúrskarandi og inngildandi menntun og frístundastarfi í öruggu, fjölbreyttu og áhugahvetjandi umhverfi. Börn og unglingar hafi jöfn tækifæri til að þroska og rækta hæfni sína í námi og leik og njóti farsældar í daglegu lífi þar sem áhersla er lögð á virðingu fyrir einstaklingnum og umhverfinu, jákvæða sjálfsmynd, vellíðan og góða félagsfærni (úr Menntastefnu Árborgar)