Vorhátíðir og afhending Grænfánans

Nú á dögunum hélt foreldrafélag Strandheima stórglæsilegar vorhátíðir fyrir börnin í Brimveri og Æskukoti.

Æskukot 16. júní

Vorhátíðin hófst á því að  Ósk Kristinsdóttir, fulltrúi Landverndar, ávarpaði gesti um leið og hún afhenti leikskólanum Grænfánann sem viðurkenningu fyrir vel unnin störf í menntun til sjálfbærni. Að því loknu dró Birna leikskólastjóri fánann að húni og sungu börnin Umhverfissáttmála Strandheima á meðan.

Því næst tók við hoppukastalagleði, sápukúlufjör og veitingar í boði matráðarins okkar, hennar Elfu Söndru. Einnig fengum við heimsókn frá hænuungum og heimalningi sem börnunum þótti forvitnilegt og gaman að heilsa uppá.

Öllum að óvörum mætti svo Lína Langsokkur á svæðið og skemmti börnunum með bröndurum, leik og söng.

Ósk frá Landvernd afhendir börnunum Grænfánann
Ánægjuleg stund
6. Grænfáninn okkar
Lítill heimalningur kom í heimsókn
Lína Langsokkur

 

Brimver 24. júní

Vorhátíðin hófst á opnun myndlistarsýningar í sal Brimvers þar sem listaverk barnanna frá liðnum vetri eru til sýnis fyrir gesti og gangandi, en sýningin verður opin eitthvað fram í næstu viku.

Um 10 leytið kom svo Lína Langsokkur óvænt í heimsókn og skemmti börnunum með bröndurum, leik og söng.

Börnin fengu svo andlindsmálningu síðar um daginn og tóku fallega skreytt börn á móti 6. Grænfánanum við formlega opnun hátíðarinnar. Á meðan Birna leikskólastjóri dró fánann að húni sungu börnin Umhverfissáttmála Strandheima.

Því næst tók við hoppukastalagleði, sápukúlufjör og veitingar í boði matráðarins okkar, hennar Möggu.

Myndlistarsýning á listaverkum barnanna í sal Brimvers
Skemmtileg sýning með fjölbreyttum listaverkum
Lína Langsokkur kom í heimsókn til okkar um morguninn
Börnin í Brimveri fá 6. Grænfánann afhentann
Birna Guðrún leikskólastjóri dregur fánann að húni á meðan börnin syngja fyrir gesti

 

Umhverfissáttmáli Strandheima

Stefnan hér í leikskólanum er sem segir hér;

Göngum vel um náttúruna, virðum bæði tré og runna

svo dýr og börn á jörðu geta lengi leikið sér.

 

Matur, hreyfing skiptir máli fyrir okkur öll.

Hoppum hlaupum klifrum, borðum matinn biðjum,

að gæfa og gleði fylgi okkur, framtíðin er björt.

 

Texti: Ásgerður Tinna Jónsdóttir

Lag: Gamli Nói

 

Vorhátíðarnar voru frábær upplifun hvor um sig og kann leikskólinn foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir flott og skemmtilegt skipulag, sem og foreldrum og starfsfólki fyrir þeirra framlag! 🙂