Þriðjudaginn 7. júní kom Leikhópurinn Lotta í heimsókn í Strandheima með sýninguna Mjallhvíti. Sýningin var í boði foreldra Emmu Lífar sem hefði orðið 10 ára í ár, en hún lést fyrir 5 árum síðan eftir erfið veikindi. Í tilefni þess að 10 ár eru frá fæðingarári hennar langaði foreldrum hennar að gefa öllum leikskólabörnum í Árborg sýninguna að gjöf og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Börnin í Strandheimum höfðu mjög gaman af leikritinu sem var sannkallað konfekt fyrir augu og eyru! 🙂
Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni sem og kveðja frá foreldrum Emmu Lífar.
Með kveðju,
starfsfólk Strandheima