Nýtt nafn á leikskólann

Á fræðslunefndarfundi mánudaginn 11. apríl var formlega ákveðið hvaða nafn leikskólinn Brimver/Æskukot mun fá. Alls bárust 28 nafnatillögur í nafnasamkeppnina frá samtals 38 þátttakendum.
Tillögurnar voru allar mjög góðar og margbreytilegar og þökkum við þátttakendum kærlega fyrir <3
Börn, foreldrar og starfsfólk fengu tækifæri til þess að kjósa úr tillögunum, og bar nafnið Strandheimar sigur úr bítum í þeirri kosningu. Fræðslunefndin tók niðurstöðu þeirrar kosningar til greina og varð svo úr að það nafn varð fyrir valinu.
Þrír þátttakendur voru með tillögu að nafninu Strandheimar og verður vinningshafi dreginn út eftir páska og nafnið afhjúpað og formlega tekið í notkun á sumarhátíðum leikskólans Strandheima í júnímánuði. Nánar auglýst síðar.
Með kveðju,
starfsfólk Brimvers/Æskukots