Um skólann
Brimver
Túngötu 39 v. Vinatorg | 820 Eyrarbakka
480 6352
strandheimar@arborg.is
Æskukot
Blómsturvöllum 1 | 825 Stokkseyri
480 6352
strandheimar@arborg.is
Leikskólastjóri: Birna Guðrún Jónsdóttir | birnagj@arborg.is
Aðstoðarleikskólastjóri: Eva Björk Friðjónsdóttir | evabf@arborg.is
Leikskólinn Strandheimar er starfræktur á tveimur starfsstöðum, Brimveri á Eyrarbakka og Æskukoti á Stokkseyri. Leikskólinn er fjögurra deilda og eru eldri og yngri deild á sitthvorri starfsstöðinni.
Leikskólinn starfar eftir Aðalnámskrá leikskóla og lögum um leikskóla, Menntastefnu Árborgar auk þess að vera Heilsueflandi leikskóli og starfa í anda uppeldisstefnu Jákvæðs aga.
Saga leikskólans
Leikskólarnir Brimver á Eyrarbakka (1975) og Æskukot á Stokkseyri (1983) voru sameinaðir í einn leikskóla, Heilsuleikskólann Brimver/Æskukot, árið 2011. Leikskólinn starfaði eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur allt til haustsins 2022 og bar titilinn Heilsuleikskóli fram að því.
Vorið 2022 var gerð nafnabreyting á leikskólanum og ber hann nú eitt nafn í stað tveggja. Nafnið Strandheimar vísar til strandlengjunnar sem tengir þorpin saman og vísar endingin –heimar til fleiri leikskóla í Árborg, en þar eru nú starfræktir fjórir leikskólar sem enda á –heimar; Álfheimar, Goðheimar, Hulduheimar og Jötunheimar.
Brimver
Æskukot
Leiðarljós leikskólans
Leiðarljós Strandheima eru Vellíðan - Sköpun - Virðing og eru þau leiðarvísir að þeim markmiðum sem við viljum að séu gegnum gangandi í leikskólastarfinu og samskiptum innan hans. Það er mikilvægt að stórum sem smáum líði vel, að virðing sé borin fyrir náunganum og að sköpunarkraftur einstaklingssins fái notið sín.
Það er ósk okkar að börnin:
- Kynnist leikgleði
- Öðlist færni í samskiptum
- Læri að meta hreyfingu, útiveru og þá ánægju sem hvoru tveggja veitir
- Fái frelsi til sköpunar í leik og starfi
- Upplifi viðurkenningu og væntumþykju
Hlutverk kennarans er að vera góð fyrirmynd, grípa tækifærin og vera minnugur þess að leikurinn er námsleið leikskóla.
Heilsu- og umhverfissáttmáli Strandheima



