Fréttasafn

Slysavarnadeildin Björg færir Strandheimum sjúkrakassa að gjöf

29. ágúst 2025

Föstudaginn 29. ágúst tók leikskólinn á móti veglegri gjöf frá Slysavarnadeildinni Björg á Eyrarbakka. Var gjöfin fjórir sjúkrakassar sem sérstaklega eru ætlaðir börnum. Drífa Pálín Geirsdóttir kom fyrir hönd slysavarnadeildarinnar […]

Lesa Meira >>

Brimver 50 ára 17. mars 2025

13. mars 2025

Í tilefni af 50 ára afmæli leikskólans Brimvers á Eyrabakka verður opið hús mánudaginn 17. mars milli klukkan 15 og 17. Gaman væri að sjá sem flesta sem hafa komið […]

Lesa Meira >>

Leikskólakennari óskast til starfa

19. janúar 2025

Langar þig að koma í vinnu hjá okkur? Okkur vantar leikskólakennara á Æskukot, starfsstöð okkar á Stokkseyri, og er auglýsing komin inn á Alfreð, sjá á meðfylgjandi hlekk. Skoðið málið […]

Lesa Meira >>

Skipulagsdagur mánudaginn 4. nóvember og leikskólinn lokaður

31. október 2024

Við minnum á að mánudaginn 4. nóvember er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags. Sjáumst á þriðjudaginn.

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Slysavarnadeildin Björg færir Strandheimum sjúkrakassa að gjöf

29. ágúst 2025

Föstudaginn 29. ágúst tók leikskólinn á móti veglegri gjöf frá Slysavarnadeildinni Björg á Eyrarbakka. Var gjöfin fjórir sjúkrakassar sem sérstaklega eru ætlaðir börnum. Drífa Pálín Geirsdóttir kom fyrir hönd slysavarnadeildarinnar og færði okkur sjúkrakassana sem verða staðsettir inni á hverri deild leikskólans. Hún tjáði okkur einnig að slysavarnadeildin myndi sinna því að fara reglulega yfir innihald sjúkrakassanna og fylla á þá. 

Börnin voru spennt og kát að fá svona fallega sjúkrakassa að gjöf og lék verðið við okkur þegar við tókum á móti þeim úti á lóðum leikskólans 

Við þökkum Slysavarnadeildinni Björg innilega fyrir veglega gjöf og um leið fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið frá þeim á síðustu árum.

 

Brimver 50 ára 17. mars 2025

13. mars 2025
Í tilefni af 50 ára afmæli leikskólans Brimvers á Eyrabakka verður opið hús mánudaginn 17. mars milli klukkan 15 og 17.
Gaman væri að sjá sem flesta sem hafa komið að Brimveri í gegnum árin í leik og starfi.
Kveðja börn og starfsmenn leikskólans Strandheima – Brimvers