Hér getur að líta helstu hugmyndafræði sem leikskólastarfi í Strandheimum byggir á - er í vinnslu og því ekki fullklárað

Strandheimar er Heilsueflandi leikskóli og vinnur út frá markmiðum þess verkefnis og er í innleiðingarferli á uppeldisstefnunni Jákvæður agi.

  • Heilsueflandi leikskóli er á vegum Embættis landlæknis og er leggur stefnan sérstaka áherslu á að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þeir eru: hreyfing, mataræði, geðrækt, öryggi, tannheilsa, fjölskylda, nærsamfélag og starfsfólk. Leikskólinn vinnur að markmiðum lykilþáttanna allt árið um kring og eru starfshættirnir í átt að settum markmiðum endurmetnir reglulega.
  • Jákvæður agi (Positive discipline). Uppeldisstefnan Jákvæður agi byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela í sér að horft er á orsakir hegðunar fremur en t.d. að reyna að breyta hegðuninni með umbun og refsingu eins og lengi hefur tíðkast. Jákvæður agi  gengur út á að móta umhverfi í skólum, heimilum og vinnustöðum sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.