Menntastefna Árborgar 2018-2022

Auk þess að starfa eftir Aðalnámskrá leikskóla og lögum um leikskóla starfar leikskólinn einnig eftir Menntastefnu Árborgar.

Metnaður, virðing, vinátta og gleði eru grunngildi menntastefnunnar og eiga að vera sýnileg innan lærdómssamfélagsins.

Markmið stefnunnar er m.a. að:

  • Nemendum og starfsfólki líði vel í skólanum og að samskipti séu jákvæð
  • Fjölbreyttar námsleiðir, frumkvæði, samvinna og nýsköpun
  • Samvinna og samkennd einkenni skólasamfélagið